Það er með miklu stolti sem við kynnum nýja haust- og vetrarlínu Suitup Reykjavik. Síðastliðin 6 ár höfum við aðstoðað okkar viðskiptavini við að finna hina fullkomnu sérsaumuðu flík og síðan í maí á þessu ári að finna hina fullkomnu tilbúnu flík einnig.
Í þessu blaði ætlum við að stikla á stóru og fara yfir okkar vinsælustu vöruflokka og hvað er gott að hafa í huga við val á sérsaumuðum eða tilbúnum jakkafötum.
Í nýrri verslun okkar í Bolholti 4 höfum við komið upp frábæru úrvali af tilbúnum fatnaði - allt frá jakkafötum og stökum jökkum yfir í frábæra spænska skó en bróðurpartinn af okkar vörum framleiðum við undir eigin merki. Það gerum við til að tryggja gæði og rekjanleika en einnig til að bjóða viðskiptavinum okkar upp á hágæða fatnað á góðu verði.
Við vonum að þú njótir þessa litla blaðs okkar og hlökkum til að taka á móti þér í nýrri og glæsilegri verslun okkar að Bolholti 4. Hvort sem það er í kaffibolla og spjall eða til að skoða úrvalið.