Fyrsta skrefið er að bóka tíma í mátun. Gott getur verið að renna í gegnum vefsíðuna áður til að fá hugmyndir og innblástur. Þegar þú kemur í mátun byrjum við á því að ræða saman um hverju þú ert að leita að og skoðum efni með það í huga.
Þegar efnið er ákveðið er mælingin næst á dagskrá. Þar notum við mátunarflíkur til að útbúa þitt einstaka snið þar sem við tökum tillit til líkamsbyggingar þinnar og að sjálfsögðu persónulegum stíl. Að lokum er komið að því að velja útlitið á fötunum. Vasar, tölur, fóður og fleiri möguleikar sem gera fötin algjörlega að þínum eigin.
Fjórum vikum síðar eru fötin svo tilbúin til afhendingar. Þá kemur þú aftur til okkar í svokallaða seinni mátun þar sem við göngum úr skugga um að allt sé eins og best verður á kosið. Ef einhverra breytinga er þörf þá sjáum við um það og tekur það eingöng örfáa daga.