JAKKAFÖT

 

JAKKAR

 

SKYRTUR

 

FRAKKAR

 

SÉRSAUMUR

Frá stofnun Suitup Reykjavik árið 2014 hefur sérsaumur á herrafatnaði verið okkar sérsvið. Auk þess að sérsauma jakkaföt og skyrtur þá bjóðum við einnig upp á sérsaum á flíkum á borð við frakka og gallabuxur. Við leggjum mikla áherslu á að nota eingöngu hágæða efni frá virtustu ullarmyllum Ítalíu og Bretlands. 


Hér að neðan getur þú lesið þig til um fötin okkar, efnin og ferlið sjálft auk þess sem þú getur skoðað brot af því úrvali sem við bjóðum upp á.


Algengar spurningar

Hvernig virkar ferlið?

Fyrsta skrefið er að bóka tíma í mátun. Gott getur verið að renna í gegnum vefsíðuna áður til að fá hugmyndir og innblástur. Þegar þú kemur í mátun byrjum við á því að ræða saman um hverju þú ert að leita að og skoðum efni með það í huga. 


Þegar efnið er ákveðið er mælingin næst á dagskrá. Þar notum við mátunarflíkur til að útbúa þitt einstaka snið þar sem við tökum tillit til líkamsbyggingar þinnar og að sjálfsögðu persónulegum stíl. Að lokum er komið að því að velja útlitið á fötunum. Vasar, tölur, fóður og fleiri möguleikar sem gera fötin algjörlega að þínum eigin. 


Fjórum vikum síðar eru fötin svo tilbúin til afhendingar. Þá kemur þú aftur til okkar í svokallaða seinni mátun þar sem við göngum úr skugga um að allt sé eins og best verður á kosið. Ef einhverra breytinga er þörf þá sjáum við um það og tekur það eingöng örfáa daga.

Hvernig eru verðin?

Jakkafötin okkar kosta frá 109.995 krónum, stakir jakkar frá 79.995 krónum og skyrtur frá 19.995 krónum. Smelltu hér til að skoða verðlistann okkar.

Hver er afgreiðslutíminn?

Afgreiðslutími á jakkafötum, jökkum, frökkum og skyrtum er 4 vikur. Afgreiðslutími á gallabuxum er 4-5 vikur.

Hvaða efni eru í fötunum?

Við leggjum mikið upp úr gæðum og notumst við því eingöngu við hágæða efni úr 100% náttúrulegum efnum. Efnin verslum við nær eingöngu af elstu og virtustu ullarmyllum Ítalíu en einnig koma einhver efni frá Bretlandi, Portúgal og Sviss. Stærstur hluti efnanna okkar er úr 100% ull en einnig höfum við upp á að bjóða mikið úrval efna úr kasmír, silki, hör, bómull, mohair o.fl. Í heildina erum við með yfir 15.000 gerðir af efnum í öllum mögulegum litum, munstri og þykktum.

Bjóðið þið upp á fyrirtækjaþjónustu?

Já, við þjónustum mikið af fyrirtækjum í banka-, trygginga- og lögfræðigeiranum. Við mætum á staðinn, höldum kynningu og tökum starfsmenn í mátun. Einnig hjálpum við fyrirtækjum að klæða starfsmenn sína upp fyrir ráðstefnur og sýningar þar sem skiptir miklu máli að koma vel fyrir.

Get ég keypt stakan jakka eða buxur?

Já, þú getur keypt alla þætti jakkafatanna staka. Blazer, buxur, vesti og í raun hvað sem þér dettur í hug. Einnig saumum við að sjálfsögðu stakar skyrtur, frakka og gallabuxur.

Ég pantaði jakkaföt frá ykkur og langar í önnur, þarf ég að mæta aftur í mátun?

Ef sniðið á jakkafötunum er alveg eins og þú vilt hafa það er önnur mátun ekki nauðsynleg. Við geymum allar mælingar og getum framleitt ný jakkaföt eftir sama sniði. Aftur á móti mælum við með því að heimsækja okkur áður en þú pantar, til að velja efni, tölur, klæðingu og önnur smáatriði.

Bjóðið þið upp á smóking (tuxedo)?

Við bjóðum upp á sérsniðin smóking föt fyrir brúðkaup og aðra formlega atburði. Við höfum mikið úrval svartra og dökkblárra efna sem henta fullkomlega fyrir slík föt. Hafðu samband eða kíktu í heimsókn fyrir nánari upplýsingar og sýnishorn.

Ég þarf mjög stór jakkaföt, getið þið hjálpað mér og kostar það auka?

Já, við þjónustum karlmenn í öllum stærðum og gerðum og tökum ekkert aukalega fyrir jakkaföt í stórum stærðum.

Ég þarf jakkaföt með stuttum fyrirvara, getið þið hjálpað mér?

Oft er hægt að setja pöntunina í forgang, en hvert tilfelli er metið fyrir sig. Hafðu samband og við skoðum málið.


VOR/SUMAR 2021BÓKA TÍMA Í MÁTUN

Nafn:

Sími:

Tölvupóstur:

Skilaboð: