Gallabuxur

Eftir langan og strangan undirbúning getum við loks boðið viðskiptavinum okkar upp á sérsaumaðar gallabuxur. Gallabuxurnar okkar eru handgerðar í lítilli fjölskyldurekinni verksmiðju í norðurhluta Ítalíu. Rétt eins og með jakkafötin frá Suitup Reykjavik felst grunnurinn að vönduðum gallabuxum í efninu sem þær eru saumaðar úr.