Jakkaföt

Frá árinu 2014 höfum við sérhæft okkur í sérsaumi og á þeim tíma saumað jakkaföt á þúsundir einstaklinga. Nú höfum við tekið alla þá þekkingu sem við höfum safnað á þeim tíma og hafið framleiðslu á tilbúnum jakkafötum undir eigin merki. 

Tilbúnu jakkafötin okkar eru líkt og þau sérsaumuðu framleidd úr bestu mögulegu efnum. Má þar helst nefna Loro Piana, Vitale Barberis Canonico og Guabello sem allar eru staðsettar í Biella á Ítalíu.

Sniðið á jakkafötunum okkar er hinsvegar það sem gerir þau einstök. Í gegnum árin höfum við tekið mál af þúsundum einstaklinga. Þau gögn notuðum við til að þróa jakkafatasnið sem hentar íslenskri líkamsbyggingu einstaklega vel. Við bjóðum auðvitað upp á að gera breytingar á fötunum ef til þarf og getum gert þær samdægurs ef tíminn er naumur.