Skyrtur

Undir góðum jakkafötum er mikilvægt að hafa fallega og vandaða skyrtu. Okkar markmið er að bjóða sem stærst úrval af vönduðum skyrtuefnum á sanngjörnu verði. Langflest okkar skyrtuefna koma frá Ítalíu og þá helst frá Thomas Mason. Myllan hefur framleitt vönduð skyrtuefni úr hágæða bómull síðan árið 1750 og er ein sú allra fremsta í faginu.

Hér að meðan má sjá árstíðabundnu skyrtuefnin okkar en við bjóðum einnig upp á mikið af klassískum heilsársefnum sem má finna í verslun okkar að Laugavegi 42b. Skyrturnar okkar kosta flestar á bilinu 17.995 kr. til 24.995 kr.