Skyrtur

Frá árinu 2014 höfum við sérhæft okkur í sérsaumi og á þeim tíma saumað skyrtur á þúsundir einstaklinga. Nú höfum við tekið alla þá þekkingu sem við höfum safnað á þeim tíma og notað til að gefa út okkar fyrstu línu af tilbúnum skyrtum. 

Tilbúnu skyrturnar okkar eru líkt og þær sérsaumuðu framleiddar úr bestu mögulegu efnum. Má þar helst nefna Albiati, Thomas Mason og Monti.

Sniðið á skyrtunum okkar er hinsvegar það sem gerir þær einstakar. Í gegnum árin höfum við tekið mál af þúsundum einstaklinga. Þær mælingar höfum við tekið og þróað út frá þeim nýtt skyrtusnið. Niðurstaðan er vandaðar skyrtur sem passa einstaklega vel. Við bjóðum auðvitað upp á að gera breytingar á skyrtunum ef til þarf og getum gert þær samdægurs ef tíminn er naumur.

Hér að neðan má sjá stóran hluta af úrvalinu en línuna í heild sinni er hægt að sjá hjá okkur í Bolholti 4.