Hanskar

Í litríku húsi í miðbæ Napólí hefur Labonia fjölskyldan framleitt vandaða hanska síðan árið 1960. Borgin hefur síðan um miðja 18. öld verið heimkynni fremstu hanskagerðamanna veraldar og eru hanskarnir okkar framleiddir eftir sömu aðferðum.

Í lok hvers sumars heimsækjum við Giuseppe Labonia, sem hefur tekið við rekstrinum af föður sínum, og hönnum í samstarfi við hann vörulínu sem hentar fullkomlega fyrir íslenska veturinn. Lamabskinn frá Yemen sem er handlitað í Napólí, hreindýraskinn frá N-Ameríku og heimsins besta kasmír er meðal þess hráefnis sem við notum í hanskana okkar.

Hér að neðan má sjá úrvalið okkar en allir hanskarnir fást einnig í verslun okkar í Bolholti 4.