Skyrtur
Góð skyrta er ekki síður mikilvæg en falleg jakkaföt. Við bjóðum upp á yfir 400 efni fyrir sérsaumaðar skyrtur sem koma frá virtum efnaframleiðendum á borð við Thomas Mason og Albiate frá Ítalíu, Somelos frá Portúgal, Weba frá Sviss og Söktas frá Tyrklandi. Þú stjórnar svo auðvitað hverju smáatriði á borð við kraga, tölur og persónulega áletrun.