SÉRSAUMUR - SUMAR '22
Það stefnir í okkar langstærsta sumar frá upphafi og því hvetjum við þá sem hafa hug á því að koma í sérsaum til okkar að vera tímanlega í því.
Afgreiðslutíminn okkar er 4 vikur en við mælum þó með að koma 6 vikum fyrir ef kostur er á. Við erum oftast bókaðir nokkra daga fram í tímann og því hvetjum við fólk til þess að heyra í okkur tímanlega til að bóka tíma í mælingu.