Brúðkaup

Frá stofnun Suitup Reykjavik árið 2014 höfum við hjálpað þúsundum brúðguma að líta sem allra best út á stóra daginn.

Til viðbótar við jakkafötin og skyrturnar okkar bjóðum við upp á mikið úrval af skóm, bindum og öðrum aukahlutum til að fullkomna heildarútlitið. Kíktu í heimsókn til okkar í Bolholt 4 og við hjálpum þér að að líta sem best út á stóra daginn.

Hvernig virkar þetta? 

Fyrsta skrefið er að velja efnið í jakkafötin. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af efnum frá virtustu ullarmyllum Ítalíu og Bretlands. Eftir að efnið í fötin er ákveðið er komið að mælingunni. Þar notum við sérstök mátunarföt til að ná fram hinu fullkomna sniði. Við tökum tillit til líkamsbyggingar hvers og eins auk þess sem persónulegur smekkur hvers og eins spilar stórt hlutverk hér. Að lokum förum við yfir smáatriðin sem gera fötin þín einstök. Tölur, fóður, vasar, áletrun og allt hitt.

Hver er afgreiðslutíminn á fötunum?

Afgreiðslutíminn á jakkafötum og skyrtum er 3-4 vikur en fyrir tilefni eins og brúðkaup mælum við með því að fólk panti með a.m.k. 6 vikna fyrirvara. 

Hvað kosta jakkafötin?

Jakkafötin okkar kosta frá 109.995 kr. og skyrturnar frá 21.995 kr.