Peysur

Það er fátt betra en falleg peysa úr mjúkri ull og við hönnunina á peysunum okkar kom ekkert annað til greina en merino ull. Þar leituðum við til Zegna Baruffa sem hafa verið fremstir í faginu í yfir 160 ár.

Cashwool frá Zegna Baruffa er eina merino ullin sem er að öllu leyti framleidd á Ítalíu. Garnið er spunnið í sögufrægri vinnustofu fyrirtækisins í Borgosesia þar sem tækninýjungar og aldagamlar hefðir mætast. Niðurstaðan er efni sem er einfaldlega svo mjúkt að þú verður að prófa.

Auk þess bjóðum við upp á mikið úrval af peysum frá sænska merkinu Morris. Flestar eru þær framleiddar úr merino ull frá Biella Südwolle á Ítalíu.