Sérsaumur - Vor/Sumar '23

Sumarlínan í sérsaumi er lent hjá okkur í Bolholti 4 og erum við einstaklega stoltir af efnunum sem við bjóðum upp á fyrir komandi sumar. Við tókum saman fimm af þeim efnum sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá okkur.

 1. Teygjuefnin frá Carlo Barbera
  Blanda af hárfínni merino ull og elastane þýðir að þessi efni eru einstaklega létt og þægileg. Þau koma í sex útfærslum - 4 köflóttum og 2 teinóttum - og eru fullkomin fyrir afslöppuð og sumarleg jakkaföt.

 2. Hör- og ullarblandan frá Drago
  Í ár bjóða Drago upp á skemmtilega blöndu af hör og ull í stóru og áberandi munstri. Frá ljósbrúnu windowpane yfir blátt köflótt - þessi efni eru fullkomin fyrir jakkaföt sem vekja athygli.

 3. Summertime frá Loro Piana
  Eins og síðustu ár þá er ull-, hör- og silki blandan frá Loro Piana fyrirferðarmikil í sumarlínunni okkar. VIð bjóðum upp á 16 liti í ár, allt frá þessum klassísku bláu og ljósbrúnu út í grænt og vínrautt.

 4. Ullar- og hörblandan frá Paulo Oliveira
  Eini efnaframleiðandinn í sumarlínunni sem er ekki frá Ítalíu er Paulo Oliveira frá Portúgal. Frá árinu 1936 hafa þeir verið fremsti efnaframleiðandi Portúgal og síðustu ár hafa teygjanlegu ullar- og hörblöndurnar þeirra verið með vinsælustu efnunum okkar. Þau koma í níu litum og eru á frábæru verði.

 5. Boucle jakkaefnin frá Loro Piana
  Ef þú vilt jakka sem tekið verður eftir í sumar eru þetta efnin fyrir þig. Efnin eru blanda af ull, silki og höri með örlitlu polyamide til að veita þeim stöðugleika og betri öndun.

Skoðaðu sumarlínuna af jakkafötum hér og stökum jökkum hér eða kíktu einfaldlega í heimsókn til okkar í Bolholt 4.

← Eldri færsla