Við kynnum með stolti nýjustu viðbótina við vöruúrvalið okkar - sænska merkið Morris Stockholm.
Morris var stofnað árið 2004 af Jan Alsén og hefur notið talsverðra vinsælda á norðurlöndunum og víðar. Það er því okkur mikil ánægja að geta loksins boðið upp á þeirra vörur á Íslandi.
Morris leggur mikla áherslu á að skapa vörur sem eru vandaðar og tímalausar en þó með nútímalífsstíl í huga. Vörurnar þeirra passa því fullkomlega inn í hugmyndafræðina okkar og eru frábær viðbót við úrvalið okkar.
Meðal þess sem við tókum inn fyrir þennan vetur er stórt úrval af hversdagslegum skyrtum, peysur úr bæði ull og bómull auk léttari yfirhafna.
Þú getur skoðað Morris vörurnar okkar hér eða einfaldlega kíkt í heimsókn til okkar í Bolholt 4.