Efnin okkar

Frá stofnun Suitup Reykjavik höfum við lagt gríðarlega mikla áherslu á að bjóða upp á bestu fáanlegu efni. Þau kaupum við að stærstu leyti frá Biella svæðinu á N-Ítalíu sem er miðpunktur efnaframleiðslu í landinu. Auk þess verslum við efni frá nokkrum sögufrægum myllum í Englandi. Í verslun okkar að Bolholti 4 getur þú skoðað um 15.000 efni frá öllum virtustu efnamyllum Ítalíu og Englands.

Vitale Barberis Canonico er einn allra þekktasti ullarframleiðandi veraldar og sömuleiðis sá elsti. Þeir hafa starfað samfleytt frá árinu 1663 og bjóðum við upp ámjög breytt úrval frá þeim.

Loro Piana er fjölskyldurekin mylla sem var stofnuð í Trivero snemma á 19. áratugnum. Við bjóðum upp mikið úrval heimklassa efna fyrir jakkaföt, frakka og skyrtur frá Loro Piana.

Zegna stendur flestum öðrum myllum framar þegar kemur að lúxusefnum. Við mælum sérstaklega með Heritage jakkalínunni þeirra sem er fullkomin blanda af ull og silki.

Ferla er ein af okkar uppáhalds myllum vegna þess hversu duglegir þeir eru að hugsa út fyrir kassann. Djúpir litir, einstök áferð og notkun á baby alpaca eru einkennismerki Ferla.

Holland & Sherry er mögulega frægasta ullarmylla Englands. Frá stofnun hennar árið 1836 hafa efnin þeirra verið fyrsta val margra klæðskera á Savile Row og klætt flesta meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar.

Carlo Barbera eru líkt og flestar ítölsku ullarmyllurnar staðsettir í Biella. Við getum boðið efnin þeirra á mjög hagstæðu verði og eru þau mjög vinsæl hjá okkar viðskiptavinum.

Lanificio Luigi Colombo, eða einfaldlega Colombo, eru kasmír sérfræðingarnir í hópnum. Ef þú ert aðleita að ótrúlegri mýkt og þægindum, þá er Colombo einfaldlega málið.

Huddersfield Textiles er dreifingaraðili sem tekur saman það besta frá Yorkshire í Englandi, sem er miðpunktur efnaframleiðslu þar í landi. Við mælum sérstaklega með tweed efnunum þeirra.