Um okkur
Hverjir erum við?
Suitup Reykjavik er samstarfsverkefni tveggja vina, Egils Ásbjarnarsonar og Jökuls Vilhjálmssonar, sem kynntust fyrst í Verzlunarskóla Íslands árið 2008. Báðir höfum við brennandi áhuga á öllu sem viðkemur herrafatnaði og má í reynd segja að herrafatnaður sé okkar helsta áhugamál. Eftir að hugmyndin að baki Suitup Reykjavik kviknaði og við blasti að við gætum gert atvinnu úr okkar helsta áhugamáli var framhaldið auðvelt. Með brennandi áhuga, metnaði og þrotlausri vinnu hefur það orðið að veruleika og trúum við því að við getum breytt því hvernig íslenskir karlmenn hugsa um klassískan herrafatnað.
Afhverju erum við í þessum bransa?
Við elskum vandaðar vörur – hönnunina, framleiðsluferlið og notagildið. Eftir að hafa starfað í bransanum og rannsakað herrafatnað árum saman höfum við tekið þá reynslu og þekkingu og notað hana til að stofna Suitup Reykjavik. Okkur fannst úrvalið á íslenska herrafatamarkaðnum ábótavant og vildum við bæta úr því og kynna íslenska karlmenn fyrir þeim óteljandi möguleikum sem í boði eru með sérsniðnum fatnaði.
Hvernig erum við öðruvísi?
Við teljum okkur bjóða meiri gæði og betra úrval fyrir peninginn en gengur og gerist á Íslandi. Með því að taka út milliaðilann, framleiða vöruna undir eigin merki og versla beint við verksmiðjur getum við haldið verðinu lágu og þú getur verið viss um að borga fyrir gæði en ekki fyrir merkið. Viðskiptamódelið okkar byggir á lítilli yfirbyggingu og þeirri staðreynd að allar vörur eru framleiddar eftir pöntunum sem gerir okkur en fremur kleift að halda álagningu í lágmarki.
.
Við leggjum gríðarlega mikla áherslu á gæði og notumst við eingöngu við hágæða efni frá Ítalíu og Bretlandi. Ull, kasmír, hör, silki og mohair eru meðal þeirra efna sem við bjóðum upp á en úrvalið skiptir tugþúsundum. Hjá okkur skipta smáatriðin sömuleiðis miklu máli og endurspeglast það í fötunum frá okkur. Hnappar út nauthorni, Bemberg fóður og handsaumuð hnappagöt eru bara brot af því sem jakkafötin okkar hafa upp á að bjóða.
.
Gæðin eru ekki það eina sem við leggjum áherslu á. Þegar kemur að jakkafötum er sniðið mögulega mikilvægasti þátturinn. Jakkaföt eru flóknar flíkur og krefjast mun meiri nákvæmni en önnur föt þegar sniðið er annarsvegar. Flestir sem hafa keypt tilbúin jakkaföt vita að það er hægara sagt en gert að finna föt sem passa almennilega og oftar en ekki þarf maður að sætta sig við flík sem passar ekki fullkomlega. Með nákvæmum líkamsmælingum og sérstökum mátunarfötum leysum við það vandamál. Öllum jakkafötum frá okkur fylgir loforð um fullkomið snið – ef þú ert ekki sáttur erum við ekki sáttir.
Hvað veitir okkur innblástur?
Við munum vel eftir því þegar við fengum fyrstu sérsaumuðu jakkafötin í hendurnar. Það er spennandi að láta sérsauma eitthvað frá grunni sérstaklega fyrir mann sjálfan – vönduð handavinna, fullkomið snið og smáatriði sem þú stjórnar algjörlega sjálfur. Það er alltaf jafn spennandi að taka upp nýsaumuð jakkaföt – hvort sem það er fyrir okkur eða viðskiptavini. Að láta sérsauma jakkaföt tekur vissulega lengri tíma en að fara út í búð og kaupa þau þar en það er algjörlega þess virði þegar þú sérð og finnur muninn á því hvernig jakkafötin bæði líta út og passa. Við höfum alltaf jafn gaman af því að hanna jakkaföt með viðskiptavinum okkar frá grunni – í fyrsta sinn sem þeir gera það með okkur og í hvert skipti þar á eftir.
Afhverju finnst okkur þetta skipta máli?
Fyrir okkur skiptir útlitið miklu máli og það er alls ekki að ástæðulausu. Hvernig þú klæðir þig er stór hluti af þinni ímynd. Þessi ímynd hefur áhrif á það hvernig fólk lítur á þig og kemur fram við þig. Við teljum að tengingin milli klæðaburðar og árangurs sé sterk og ætti að vera mikilvæg öllum sem taka líf og starf alvarlega.
.
Þannig hugsum við – svo þú getur verið viss um að við tökum þarfir þínar alvarlega. Við erum hér, tilbúnir að hjálpa þér að taka skrefið í átt að betri klæðaburði.