Algengar Spurningar
Hvar eru fötin ykkar framleidd?
Jakkafötin, frakkarnir og skyrturnar okkar eru framleidd á Ítalíu, Portúgal og í Kína. Þar mætast nútímatækni og klassískar klæðskerahefðir og er niðurstaðan einstaklega vönduð föt á frábæru verði. Bindin, slaufurnar og klútarnir okkar eru síðan handsaumuð frá grunni á Ítalíu.
Hvaða efni eru í fötunum ykkar?
Við leggjum mikið upp úr gæðum og notumst við því eingöngu við hágæða efni úr 100% náttúrulegum efnum. Stærstur hluti efnanna okkar er úr 100% ull en einnig höfum við upp á að bjóða mikið úrval efna úr kasmír, silki, hör, bómull, mohair o.fl. Í heildina erum við með yfir 15.000 gerðir af efnum í öllum mögulegum litum, munstri og þykktum.
Bjóðið þið upp á fyritækjaþjónustu?
Já, við þjónustum mikið af fyrirtækjum í banka-, trygginga- og lögfræðigeiranum. Við mætum á staðinn, höldum kynningu og tökum starfsmenn í mátun. Einnig hjálpum við fyrirtækjum að klæða starfsmenn sína upp fyrir ráðstefnur og sýningar þar sem skiptir miklu máli að koma vel fyrir.
Get ég keypt staka jakka eða buxur?
Já, þú getur keypt alla þætti jakkafatanna staka. Blazer, buxur, vesti og í raun hvað sem þér dettur í hug.
Fylgir ábyrgð með jakkafötunum ykkar?
Jakkafötin okkar eru vönduð og gerð til að endast og líta vel út árum saman. Því fylgir því ábyrgð öllum keyptum jakkafötum frá Suitup Reykjavik sem nær yfir allt frá saumsprettum til lausra hnappa.
Ég á jakkaföt sem passa mér fullkomlega – get ég látið sauma jakkaföt út frá þeim?
Ef þú átt jakkaföt sem passa nákvæmlega eins og þú vilt hafa þau er lítið mál að sauma önnur jakkaföt eftir sama sniði. Komdu með jakkafötin til okkar og við tökum mál af þeim og hjálpum þér svo við að velja efni og útlit nýju jakkafatanna.
Ég pantaði jakkaföt frá ykkur og langar í önnur – þarf ég að mæta aftur í mátun?
Ef sniðið á jakkafötunum er alveg eins og þú vilt hafa það er önnur mátun ekki nauðsynleg. Við geymum allar mælingar og getum framleitt ný jakkaföt eftir sama sniði. Aftur á móti mælum við með því að heimsækja okkur áður en þú pantar, til að velja efni, tölur, klæðingu og önnur smáatriði.
Bjóðið þið upp á smókinga (tuxedo)?
Við bjóðum upp á sérsniðin smóking föt fyrir brúðkaup og aðra formlega atburði. Við höfum mikið úrval svartra og dökkblárra ullarefna sem henta fullkomlega fyrir slík föt. Hafðu samband eða kíktu í heimsókn fyrir nánari upplýsingar og sýnishorn.
Ég þarf mjög stór jakkaföt, getið þið hjálpað mér og kostar það auka?
Já, við þjónustum karlmenn í öllum stærðum og gerðum og tökum ekkert aukalega fyrir jakkaföt í stórum stærðum.
Hvenær borga ég fyrir fötin?
Greitt er fyrir fötin um leið og gengið er frá pöntun.
Hvaða greiðslumöguleikar eru í boði?
Þú getur greitt með reiðufé, debit- og kreditkortum. Einnig erum við í samstarfi við Netgíró sem gerir þér kleift að dreifa greiðslum á allt að þrjá mánuði.
Ég bý ekki á höfuðborgarsvæðinu, get ég pantað föt án þess að koma í mátun?
Í augnablikinu er ekki hægt að panta jakkaföt án þess að koma í mátun. Hafir þú áhuga á að kaupa skyrtur getur þú sent okkur mál af skyrtu sem passar þér vel og við látum sauma skyrtuna eftir þeim málum. Einnig erum við duglegir að heimsækja landsbyggðina – sendu okkur tölvupóst fyrir frekari upplýsingar.
Hversu langan tíma tekur að fá fötin?
Afgreiðslutíminn okkar er 4 vikur fyrir skyrtur og jakkaföt. Á álagstímum og um hátíðir getur tíminn verið örlítið lengri.
Ég þarf jakkaföt með stuttum fyrirvara, getið þið hjálpað mér?
Oft er hægt að setja pöntunina í forgang, en hvert tilfelli er metið fyrir sig. Hafðu samband og við skoðum málið.