5 hlutir sem einkenna jakkafötin okkar

Frá stofnun Suitup Reykjavik árið 2014 höfum við lagt mikla áherslu á að bjóða sem allra mestu gæði á sem besta verði. Það gerum við með því að versla beint við verksmiðjur, byggja upp sterk sambönd við birgja og halda föstum rekstrarkostnaði í lágmarki. 

Þegar við hófum framleiðslu á tilbúnum fatnaði vorið 2020 héldum við okkur við þá hugmyndafræði með það að markmiði að bjóða upp á vandaðan fatnað á betra verði en áður hefur þekkst á Íslandi.

En hvað er það sem gerir jakkafötin okkar að því sem þau eru? 

1 - Sniðið

Frá árinu 2014 höfum við tekið mál af þúsundum viðskiptavina. Þau gögn höfum við notað til að þróa jakkafatasnið sem hentar okkar viðskiptavinum virkilega vel.

Meðal þess sem við höfum rekið okkur á í gegnum árin er að okkar viðskiptavinir eru oftar en ekki með sterkbyggða fætur. Því gerum við ráð fyrir örlítið meira plássi yfir lappir og mjaðmir en hefðbundin evrópsk buxnasnið.

Eins höfum við gert ráð fyrir meira plássi yfir brjóstkassann en margir kannast eflaust við það að máta jakka sem gapir og fellur illa yfir brjóstkassann.

2 - Efnin

Frá upphafi höfum við alltaf lagt kapp á að bjóða upp á heimsklassa efnin í öll okkar föt. Tilbúnu fötin okkar eiga það öll sameiginlegt að vera saumuð úr efnum frá mörgum elstu og virtustu efnamyllum Ítalíu og má þar nefna Vitale Barberis Canonico, Loro Piana og Guabello.

Oftar en ekki eru efnin sérstaklega ofin fyrir okkur og eru því hvergi fáanleg annarstaðar.

3 - Saumaskapurinn

Í góðum jakkafötum skiptir einnig miklu máli að fötin séu saumuð á vandaðan hátt. Flest fjöldaframleidd jakkaföt í dag eru “fused” sem þýðir að innra byrði jakkans er úr gerviefni og er fest við jakkafataefnið með lími. Niðurstaðan er jakki sem andar illa, fellur illa að líkamanum og tapar lögun með tímanum. 

Jakkafötin okkar eru hinsvegar framleidd með svokallaðri half-canvas aðferð. Það þýðir að í stað þess að nota innra lag úr gerviefnum notum við striga úr bómull og hesthári og jakkafataefnið er svo fest með saumum, ekki lími. Aðferð sem er bæði dýrari og tímafrekari en útkoman er svo sannarlega þess virði.

Auk þess sem að slíkur jakki andar betur þá fellur hann betur að líkamanum og hreyfist með honum. Jakkinn mótast einnig með líkamanum við notkun og kemur því til með að passa betur því meira sem þú notar hann. 

4 - Hnapparnir

Við kjósum að notast eingöngu við náttúrulega hnappa í öll okkar jakkaföt í stað hnappa úr plasti eða öðrum gerviefnum. 

Þar má helst nefna hnappa úr horni en þeir eru skornir úr hornum nautgripa, vísunda eða skyldra dýra. Þar sem þeir eru náttúrulegir og ólitaðir eru engir tveir hnappar eins. 

Hinn möguleikinn eru svokallaðir corozo hnappar. Þeir eru skornir úr fræjum tagua pálmatrésins. Fræin eru ljós á lit en hnapparnir eru svo litaðir - oftar en ekki í ýmsum brúnum tónum.

5 - Smáatriðin

Við trúum að smáatriðin skipti máli og séu það sem aðskilur frábær föt frá góðum fötum. Sum smáatriði jakkafatana okkar eru gagnleg og bæta endingu og frammistöðu fatanna en önnur eru meira hugsuð upp á útlitið og stílinn. 

Nokkur þeirra má sjá hér að neðan en fyrst og fremst hvetjum við þig til að heimsækja okkur í Bolholt 4 og kynna þér vörurnar okkar í eigin persónu.

Side Adjusters
Innbyggt belti e. "side adjusters"
AMF saumar
AMF saumar
Klofið mittisband
Klofið mittisband

← Eldri færsla Nýrri færsla →