Gjafabréf
Peysur
Það er fátt betra undir tréð en hlý og vönduð peysa úr Merino ull. Peysurnar okkar eru prjónaðar í Portúgal úr Cashwool® frá Zegna Baruffa sem er einfaldlega besta Merino ull sem völ er á. Renndu peysurnar okkar eru alltaf vinsælar, t.d. sú dökkbrúna sem og hvíta kaðlapeysan. Auk peysanna sem við framleiðum undir eigin merki erum við með gott úrval af peysum frá Morris sem einnig eru gerðar úr Merino ull frá Ítalíu. Vinsælustu Morris peysurnar þessi jólin eru klárlega John Cable Zip og York Knitted Jacket. Skoðaðu allar peysurnar okkar hér.
Buxur
Úrval okkar af buxum hefur aldrei verið stærra en í ár. Ítölsku chino buxurnar okkar sem saumaðar eru úr teygjanlegri bómull frá Olimpias eru alltaf vinsælar, til dæmis í ljósbrúnu. Flannel buxurnar okkar eru saumaðar úr ull frá Guabello og mælum við með gráu útgáfunni sem passar við nánast allt. Nýjasta viðbótin við úrvalið okkar eru buxur úr 4-ply ull frá Rogna á Ítalíu og eru þær í mjög miklu uppáhaldi hjá okkur - sérstaklega þær dökkbláu. Skoðaðu allar buxurnar okkar hér.Skór
Við bjóðum upp á stórt úrval af klassískum spariskóm og hversdagslegri skóm. Mest seldi skórinn okkar er alltaf klassískur, brúnn cap toe en svokallaðir monk strap skór eru einnig mjög vinsælir. Chukka skórnir okkar eru einnig frábærir fyrir íslenskar aðstæður og henta bæði með jakkafötum og sem hversdags skór. Að lokum eru ítölsku strigaskórnir okkar alltaf vinsælir, sérstaklega þessir klassísku hvítu. Skoðaðu alla skóna okkar hér.