Margir gætu haldið út frá Instagram síðunni okkar að við göngum aldrei í sokkum – en sokkar eru í raun og veru einhver vanmetnasti aukahlutur í fataskápum karlmanna og sparilegt sokkapar er skyldueign fyrir hátíðlegri tilefni. Að því sögðu eru nokkrir hlutir sem vert er að hafa í huga þegar þú velur sokka:
- Veldu létt efni
Spariskór eru notaðir við spariföt sem eru oftast úr fíngerðara efni en hversdagsföt. Það er stílbrot að para fín föt við grófa sokka. Jafnvel í „grófum“ jakkafötum á borð við tweed föt vill maður ekki velja mjög þykka sokka. - Ekki sýna skinn
Við erum miklir stuðningsmenn þess að sleppa sokkunum á sumrin fyrir afslappað útlit, þá sérstaklega með óreimuðum mokkasíum eða einföldum og fínum strigaskóm en ef tilefnið verðskuldar sparilegra útlit er best að nota sokka sem ná nógu langt upp á kálfa til að það sjáist ekki í húð milli sokkanna og buxnaskálmanna þegar þú sest. - Samræmdu liti
Auðvitað getur verið skemmtilegt að klæðast skræpóttum sokkum, en ef þú vilt hafa útlitið einfalt, fágað og klassískt er langbest að klæðast sokkum sem eru eins, eða næstum því eins, á litinn og buxurnar.
Þú getur séð úrvalið okkar af sokkum í versluninni okkar að Bolholti 4, en línan er líka væntanleg í vefverslun. Sokkarnir eru framleiddir í Lecce á Ítalíu og kosta 2.495 krónur parið.