Skyrtuklúbbur

Suitup Reykjavik kynnir með stolti skyrtuklúbb Suitup Reykjavik.

Skyrtuáskrift Suitup Reykjavik er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Með því að gerast meðlimur í skyrtuklúbbnum færð þú hina fullkomnu sérsniðnu skyrtu mánaðarlega á sérstökum afsláttarkjörum.

Fyrsta skrefið er einfaldlega að koma í heimsókn í verslun okkar að Grandagarði 9, fá þér kaffibolla og velja efnið í þína fyrstu skyrtu. Næst mælum við þig og útbúum þitt eigið skyrtusnið sem við síðan vistum í gagnagrunni okkar fyrir næstu pantanir. Þú stjórnar öllum smáatriðum - hvernig kraga þú vilt, tölur, ermalíningar, þræði og áletrun. Fjórum vikum seinna er skyrtan svo tilbúin til afhendingar í verslun okkar að Grandagarði.

Í skyrtuklúbbnum býðst þér 3, 6 eða 12 mánaða áskrift sem veitir þér 10, 15 eða 20% afslátt af skyrtunum okkar.
.
Þú getur bókað tíma í mátun hér ​eða einfaldlega kíkt í heimsókn í verslun okkar að Grandagarði 9.


.