Jakkaföt - F/W '22

Vetrarlínan okkar í jakkafötum þetta árið er líklega sú besta hingað til. Enn meiri áhersla er lögð á þægindi og hreyfanleika og eru teygjuefnin frá Loro Piana fremst í flokki þar. Mikið úrval er af fallegum ullarefnum frá Drago og Doppio Ritorto efnin frá Angelico eru á sínum stað. Carlo Barbera bjóða okkur upp á einstakar blöndur af ull og kasmír annarsvegar og ull og höri hinsvegar. Líkt og í síðustu vetrarlínum má þá finna einstaklega mjúk alpaca efni frá Ferla.
Skoðaðu úrvalið hér að neðan eða kíktu í heimsókn til okkar í Bolholt 4.