Föt í notkun: Daníel Bjarnason

Daníel Bjarnason, hljómsveitarstjóri og tónsmiður, er einn eftirtektarverðasti listamaður þjóðarinnar. Hann og Sinfóníuhljómsveit Íslands voru nýlega tilnefnd til Grammy verðlauna fyrir plötuna Concurrence. Í tilefni þess voru haldnir sérstakir tónleikar þar sem fiðlukonsert Daníels var frumfluttur á Íslandi. Fötin sem hann klæddist á tónleikunum voru hönnuð í samstarfi við Suitup Reykjavik, sérstaklega með hlutverk hans sem hljómsveitarstjóri í huga.

 

Daníel Bjarnason in a black suit from Suitup Reykjavik

 

Fyrsta skrefið var að velja fallega, svarta ull/mohair blöndu með twill áferð. Svarti liturinn er hefðbundna valið í klassískri tónlist en við vildum að fötin myndu samtímis vísa í fortíð og framtíð klassískrar tónlistar. Efnið er 260 gr/m og því frekar létt, en auk einkennandi gljáa mohair er efnið stífara en ull og heldur formi því mjög vel. Mohair og ull/mohair blöndur eru einmitt fyrir þessar sakir vinsæl efni í smóking fötum. Létt þyngd og öndun mohair eru líka einstaklega hentugir kostir undir sterkum sviðsljósum.


Daníel Bjarnason, composer, in a suit and shirt from Suitup Reykjavik


Snið fatanna er minimalískt og fágað. Aðeins ein tala er framan á jakkanum og engir flipar á skáskornu hliðarvösunum. Boðungarnir eru spíssaðir til að veita jakkanum ögn meira prýði og axlirnar eru mjúkar til að auðvelda hreyfingar hljómsveitarstjórans. Fötin sjálf eru aðsniðin, en þó skorin þannig að þau falla auðveldlega aftur á réttan stað þrátt fyrir miklar teygjur og handahreyfingar.

← Eldri færsla Nýrri færsla →