Cashwool® frá Zegna Baruffa

Í sögufrægri vinnustofu Zegna Baruffa í Borgosesia hafa þeir framleitt sína frægustu vöru í rúmlega 40 ár. Þessi vara gengur undir nafninu Cashwool sem vísar í eiginleika hennar - Merino ull með áferð á við kasmír.

Zegna Baruffa á rætur sínar að rekja til ársins 1850 og er staðsett í Borgosesia, 100 km norðvestur af Mílanó. Svæðið þar í kring heitir Biella og er miðstöð ullariðnaðarins á Ítalíu og hefur verið í tæp 400 ár.

Framleiðsluferlið byrjar á því að velja rétta hráefnið. Þræðir merino ullarinnar sem notaðir eru mælast aðeins 19.5 míkrón (míkrón er 1/1.000.000 af metra).

Framleiðsluaðferðin skiptir svo ekki síður minna máli en hráefnið. Cashwool garnið er loftspunnið (e. air spun) sem í stuttu máli þýðir að það er fullt af lofti. Garnið frá Zegna Baruffa vegur þar af leiðandi meira en helmingi minna en annað sambærilegt garn.

Útkoman er því léttar, hlýjar og þægilegar peysur sem eru skyldueign í alla fataskápa. Þær henta einstaklega vel fyrir íslenskt veðurfar og má nota allt árið um kring.

Úrvalið af peysunum okkar má skoða hér en við mælum einnig með því að heimsækja okkur í Bolholt 4 til að upplifa þær í persónu - sjón er sögu ríkari.

 

← Eldri færsla Nýrri færsla →