Revenge - Super 150s by VBC

Í heilsársefnunum okkar má finna gott úrval af efnum úr Revenge línunni frá Vitale Barberis Canonico, elstu ullarmyllu veraldar. VBC var stofnuð árið 1663 og hefur starfað samfellt síðan þá í eigu sömu fjölskyldu.

Super 150s vísar til hversu fínir þræðirnir eru. Til að ull geti flokkast sem Super 150s þarf fínleiki þráðanna að vera undir 16 míkrónum (1 míkrón = 0,001 millimeter). Til samanburðar þá er mannshár um 50 míkrón.

Fínleiki þráðanna í þessum efnum er svo mikill að í hverju kílógrammi af ull fást 104 kílómetrar af garni. Það skilar sér í einstökum efnum sem saumast einfaldega stórkostlega í jakkaföt.