Revenge Super 150s by VBC

Líkt og í síðustu línum inniheldur vetrarlínan nokkur ný efni úr Revenge línunni frá Vitale Barberis Canonico, elstu ullarmyllu veraldar. Fínleiki þráðanna í þessum efnum er svo mikill að í hverju kílógrammi af ull fást 104 kílómetrar af garni. Það skilar sér í einstökum efnum sem saumast einfaldega stórkostlega í jakkaföt.