Pieces of Art by Ferla

Þetta eru efni fyrir þá sem vilja skilja sig frá restinni. Í bænum Trivero við rætur ítölsku alpanna hefur Ferla sérhæft sig í óhefðbundnum efnablöndum í yfir 100 ár. Þar má helst nefna alpacablöndurnar þeirra en ullin af þessum dýrum sem finnast í Andesfjöllunum í allt að 5.000 metra hæð hefur einstaka mýkt og áferð. Í vetrarlínunni má finna 10 alpacaefni sem eru hvert öðru fallegra og henta jafnt í heil jakkaföt sem og staka jakka.