Jakkar - Vor/Sumar '21

Sumarlínan í jakkaefnum er lent hjá okkur og erum við vægast sagt ánægðir með útkomuna. Líkt og síðustu ár eru jarðtónar fyrirferðamiklir en einnig má finna falleg rauð efni og að sjálfsögðu klassísk blá í öllum tónum. Hörblöndurnar frá Ferla eru á sínum stað sem og Summertime línan frá Loro Piana sem inniheldur blöndu af ull, silki og höri. Meðal nýjunga eru svo teygjuefnin frá Bottoli sem við erum virkilega hrifnir af.

Hægt er að skoða úrvalið hér að neðan en við bjóðum ykkur að sjálfsögðu líka velkomin í verslun okkar að Bolholti 4 til að kynnast efnunum betur - enda er sjón sögu ríkari.