Jakkar - Haust/Vetur '23
Vetrarlínan í stökum jökkum inniheldur fjölbreytt úrval efna frá helstu ullarmyllum Ítalíu. Ullar-, silki- og kasmírblöndurnar frá Loro Piana eru þar fremstar í flokki en einnig má finna skemmtileg efni úr ull og silki frá Cerruti, ullar- og kasmírefni frá Carlo Barbera og einstakar alpacablöndur frá Ferla. Skoðaðu úrvalið hér að neðan eða kíktu til okkar í Bolholt 4.