Jakkar - haust/vetur '18

Þegar kemur að jakkaefnum er þessi lína að okkar mati sú best heppnaða til þessa. Hún einkennist af djúpum jarðtónum og eru alpaca efni frá Ferla og Loro Piana í aðalhlutverki. Einnig má þar finna Bactrian línuna frá Loro Piana en um er að ræða einstaka kamelhárblöndu. Silk Air frá Loro Piana er á sínum stað auk þess sem Dream Tweed er nú í boði í jakkaefnum þar sem ull og silki er blandað saman. Að lokum má finna klassísk ullarefni frá Angelico í einlitu og fallegu windowpane mynstri.

Pieces of Art

Dream Tweed by Loro Piana

Understated Luxury by Loro Piana

Silk Air by Loro Piana