Jakkaföt - Vor/Sumar '21

Sumarlínan í jakkafataefnum er lent hjá okkur og hefur hún aldrei verið stærri. Summertime línan frá Loro Piana er fyrirferðamikil en þau efni eru ofin úr blöndu af ull, silki og höri. Efnin frá Drago hafa verið vinsæl síðustu ár og höfum við bætt við fleiri efnum frá þeim. Við hófum nýlega samstarf við Zignone og inniheldur línan gott úrval af léttum ullarefnum sem eru tilvalin fyrir brúðkaupsföt.

Hægt er að skoða úrvalið hér að neðan en við bjóðum ykkur að sjálfsögðu líka velkomin í verslun okkar að Bolholti 4 til að kynnast efnunum betur - enda er sjón sögu ríkari.