Doppio Ritorto Super 130s

Doppio Ritorto Super 130s efnin eru orðinn fastur liður í bæði sumar- og vetrarlínunum okkar. Super talan vísar í fínleika efnisins og er 130s að okkar mati hinn fullkomni millivegur þegar kemur að fínleika og endingu og eru fötin sérstaklega vinsæl meðal þeirra viðskiptavina okkar sem nota jakkaföt daglega í vinnu.