Bindi

Það er fátt betra til að fullkomna útlitið en fallegt bindi. Við leggjum mikið upp úr því að bjóða upp á breitt úrval binda og förum við reglulega til Ítalíu til að heimsækja silkimyllur þar sem við sérhönnum efnin í bindin okkar. Öll eru þau svo handsaumuð í suðurhluta Ítalíu af klæðskerum með áralanga reynslu. Bindin hér að neðan eru einnig fáanleg í verslun okkar á Grandagarði 9 - en þú getur einnig pantað í gegnum netið og fengið bindið sent heim að dyrum.